
Snúra valin
Til að tengja fasta hleðslusnúru við
samhæfa Nokia-tækið þitt lyftirðu
lokinu upp fyrir ofan USB-tengin (7)
og þræðir síðan viðkomandi snúrur
gegnum raufarnar í hornum loksins (8).
Þegar meðfylgjandi USB-hleðslusnúra
er notuð skal velja réttu snúruna fyrir
tækið. Nánari upplýsingar er að finna
í notendahandbók tækisins. Stingdu
snúrunni í samband við annaðhvort
tengið (9).
Þegar geyma skal föstu snúrurnar er
lokið tekið af og snúrurnar settar inn
í viðkomandi raufar (10).
USB-hleðslusnúrurnar sem tengdar
eru við DT-600 tækið eru geymdar
þannig að þær eru þræddar gegnum
opið í horni loksins og settar á lokið.