
Inngangur
Með DT-600 hleðsludiskinum er
samtímis hægt að hlaða rafhlöður
í fimm samhæfum tækjum.
DT-600 tækið er með þrjár fastar
hleðslusnúrur sem hægt er að geyma
undir lokinu: Tvær snúrur með Nokia
2.0 mm hleðslutengli og eina snúru
með micro-USB tengli. Auk þess eru
tvö venjuleg USB-tengi á tækinu fyrir
hleðslusnúrurnar sem fylgja því.
Aðeins skal nota snúrurnar sem fylgja
með DT-600 tækinu. Ekki má nota
neinar aðrar snúrur.
Lestu þessa notendahandbók vandlega
áður en þú byrjar að nota DT-600
tækið. Lestu einnig notendahandbók
tækjanna sem þú hleður með DT-600
tækinu.
Þessi vara getur innihaldið smáa hluti.
Þá skal geyma þar sem lítil börn ná
ekki til.
Viðvörun: Álrammi og
tenglar tækisins kunna að
innihalda örlítið af nikkel.
Þeir sem eru með ofnæmi fyrir nikkel
gætu orðið varir við óþægindi ef
ramminn og tenglarnir eru of lengi
í snertingu við húðina.

ÍSLENSKA